Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halldór telur ekki hættu á að Keflavíkurflugvöllur verði óstarfhæfur
Föstudagur 24. mars 2006 kl. 12:32

Halldór telur ekki hættu á að Keflavíkurflugvöllur verði óstarfhæfur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist, í samtali við Morgunblaðið í dag, hafa kannað trúverðugleika fullyrðinga formanns Rafiðnaðarsambands Íslands um að hætta sé á því að Keflavíkurflugvöllur verði óstarfhæfur þegar Bandaríkjaher hefst handa við að taka niður rafbúnað sinn á vellinum. Aðspurður sagðist Halldór hafa spurst fyrir um málið og fengið þau svör að ekki væri hætta á því. Hann væri hins vegar ekki rafvirki og gæti því ekki svarað nákvæmlega spurningum um rafbúnað.

Halldór sagði einnig að ekkert væri nýtt í stöðunni í varnarmálum Íslendinga en að til standi að fara í viðræður við Bandaríkjastjórn um framhaldið og það hvað verði gert við eignir Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli.

Frá þessu er greint á mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024