Halldór nýr hafnarstjóri í Reykjanesbæ
Halldór Karl Hermannsson hefur verið ráðinn hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn.
Halldór er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og er í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. Hann hefur starfað hjá Reykjanesbæ sl. þrjú ár en var áður sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar. Halldór gegndi jafnframt starfi forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Vesturbyggðar á Bíldudal og var yfirhafnarvörður hafna Vesturbyggðar.