Hálkuskot og umferðaróhöpp um helgina
Strákarnir í slökkviliði Brunavarna Suðurnesja höfðu það frekar náðugt í síðustu viku, að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS. Liðið fór í 18 útköll, þar af voru 15 sjúkraflutningar sem voru flestir vegna minniháttar slysa og veikinda.
„Sjúkrabíll var boðaður í tvö umferðaróhöpp og tækjabíll slökkviliðsins í annað þeirra. Ekki voru slys alvarleg en töluvert tjón var á bílum. Það má því segja að hálkuskot helgarinnar hafi ekki hitt okkur illa“, segir Sigmundur.
Skömmu eftir hádegi á þriðjudag var tilkynnt um tveggja bíla árekstur við Aðalstöðina í Keflavík. Beðið var um tækjabíl og sjúkrabíl en útkallið reyndist vera minniháttar. Einn aðili var fluttur á HSS til skoðunar en ekki var talin þörf á tækjabíl. Útkallið kom á sama tíma og brunaæfing fór fram í leikskólanum Garðarseli.
Þrjú brunaútköll voru í vikunni og þar af einn staðfestur eldur. Kveikt var í rusli í fjöru í Hvassahrauni, en ekki var um staðfesta elda í hinum tveim tilfellunum. Þá voru gerðar þrjár brunaææfingar í vikunni, þar sem framkvæmdar voru rýmingar og reykköfun á leikskólum.
„Sjúkrabíll var boðaður í tvö umferðaróhöpp og tækjabíll slökkviliðsins í annað þeirra. Ekki voru slys alvarleg en töluvert tjón var á bílum. Það má því segja að hálkuskot helgarinnar hafi ekki hitt okkur illa“, segir Sigmundur.
Skömmu eftir hádegi á þriðjudag var tilkynnt um tveggja bíla árekstur við Aðalstöðina í Keflavík. Beðið var um tækjabíl og sjúkrabíl en útkallið reyndist vera minniháttar. Einn aðili var fluttur á HSS til skoðunar en ekki var talin þörf á tækjabíl. Útkallið kom á sama tíma og brunaæfing fór fram í leikskólanum Garðarseli.
Þrjú brunaútköll voru í vikunni og þar af einn staðfestur eldur. Kveikt var í rusli í fjöru í Hvassahrauni, en ekki var um staðfesta elda í hinum tveim tilfellunum. Þá voru gerðar þrjár brunaææfingar í vikunni, þar sem framkvæmdar voru rýmingar og reykköfun á leikskólum.