Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálkuóhöpp á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 8. október 2008 kl. 09:24

Hálkuóhöpp á Reykjanesbraut

Fljúgandi hálka kom ökumönnum á Reykjanesbraut í opna skjöldu í morgun. Nokkir misstu bíla sína útaf, einn þeirra valt og annar hafnaði á staur. Engin mun hafa slasast alvarlega í þessum óhöppum.
Slæmir hálkublettir eru á Reykjanesbraut, Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og allt til Hvolsvallar, samkvæmt því er fram kemur á vef Vegagerðinnar. Þar segir að ekki sé öruggt færi á þessum vegum fyrir bíla á sumardekkjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024