Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálkublettir og hvassviðri á Reykjanesbraut
Glæný mynd úr vefmyndavél á Strandarheiði.
Miðvikudagur 17. desember 2014 kl. 11:37

Hálkublettir og hvassviðri á Reykjanesbraut

Lögreglan ánægð með samstarf við björgunarsveitir í gær.

Hvasst er á Reykjanesbraut, 12 metrar á sekúndu og hálkublettir víða. Ökumenn hafa í morgun langflestir haldið sig á hægri akreinum þar sem brautin er tvöföld og sýnt aðgát.

Í tilkynningu á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum segir að varla hafi farið framhjá nokkrum að veðurfar hafði talsverð áhrif á samgöngur á Suðurnesjum í gær. „Allt fór vel að lokum og þökkum við björgunarsveitum á Suðurnesjum kærlega fyrir þeirra vinnu. Gott samstarf lögreglu við björgunarsveitir er gulls ígildi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024