Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálka á Reykjanesbraut
Fimmtudagur 8. október 2009 kl. 11:39

Hálka á Reykjanesbraut


Hálka og snjókoma er á Reykjanesbraut og á öllu Reykjanesinu, hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Samkvæmt veðurspá verður suðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda með köflum í dag, en hvessir í nótt. Austanátt og rigning á morgun, víða 18-25 m/s, en lægir mikið undir kvöld. Hiti 0 til 6 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024