Hálfu tonni af kola stolið
Í nótt var brotist inn í frystigám hjá fyrirtækinu Suðurnes við Vatnsnesveg. Í innbrotinu var stolið 27 kössum af frystum Sandkola og Skarkola, en í hverjum kassa, sem eru brúnir að lit og ómerktir eru 18-20 kíló af flökum. Innbrotið var framið á tímabilinu frá 19 í gær til 6 í morgun. Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík rannsakar nú málið.