Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hálfu tonni af humri stolið í Njarðvík
Mánudagur 20. september 2004 kl. 22:18

Hálfu tonni af humri stolið í Njarðvík

Hálfu tonni af humri var stolið úr húsnæði við Hafnarbakka í Njarðvík um helgina. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um innbrotið í morgun. Humarinn var frystur og verkaður og var í pakkað í 20 kg. pakkningar. Ljóst er að um mikil verðmæti er að ræða og samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta gæti söluandvirði humarsins verið rúm ein milljón króna sé miðað við blandaðan humar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024