Hálfu tonni af humri stolið í Njarðvík
Hálfu tonni af humri var stolið úr húsnæði við Hafnarbakka í Njarðvík um helgina. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um innbrotið í morgun. Humarinn var frystur og verkaður og var í pakkað í 20 kg. pakkningar. Ljóst er að um mikil verðmæti er að ræða og samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta gæti söluandvirði humarsins verið rúm ein milljón króna sé miðað við blandaðan humar.