Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Háleynilega neðanjarðarbyrgið á allra vörum
  • Háleynilega neðanjarðarbyrgið á allra vörum
    Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, tók þátt í gabbinu á sínum tíma og var mættur með hjálm í neðanjarðarbyrgið góða.
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 09:28

Háleynilega neðanjarðarbyrgið á allra vörum

– gamalt aprílgabb fær óvænt vængi

„Gríðarstórt neðanjarðarbyrgi hefur komið í ljós á fyrrum athafnasvæði Varnarliðsins á Miðnesheiði. Íslenskum stjórnvöldum virðist hafa verið alls ókunnugt um þetta mannvirki svo reikna má með að það hafi þjónað leynilegum tilgangi Bandaríkjamanna hér á landi“. Svona hljómar upphaf fréttar sem fór sem eldur í sinu um netið um nýliðna helgi og tugþúsundir lásu og fjölmargir deildu áfram.

Fréttin er gamalt aprílgabb Víkurfrétta sem fékk vængi um helgina í kjölfar þess að á Facebook var birt mynd af starfsmanni Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar við rammgerða hurð. Við myndina var kastað fram í gríni hvort þetta væri hurðin að leynilega neðanjarðarbyrginu sem bandaríski herinn var með á tímum Varnarliðsins. Í framhaldinu var tengill á aprílgabbið birtur.

Af færslum á Facebook að dæma voru margir sem lásu alls ekki dagsetningu fréttarinnar og trúðu henni eins og nýju neti, enda rúmar tvær vikur í að 1. apríl gangi aftur í garð og fjölmiðlar leyfi sér að sprella í fólki.

Fyrir þá sem misstu af fréttinni um leynilega neðanjarðarbyrgið, þá er hún hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024