Hálendisupplifun korter frá borginni
-Krísuvík Landmannalaugar Íslands segir rithöfundurinn Andri Snær
Það eru margir sem eru að uppgötva Reykjanesið um þessar mundir og segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í stöðufærslu í dag svæðið vera hálendisupplifun korter frá borginni og Krýsuvík Landmannalaugar í bakgarðinum.
„Ég fór í gær í Krýsuvík og skrítið hvað við höfum vanmetið þetta svæði, einhverskonar Landmannalaugar í bakgarðinum. Sá þarna merkta gönguleið 25 km sem ég hef ekki farið - enda þvælist maður alltaf Laugaveginn, Hornstrandir eða Fjallabak en veit um marga sem hafa orðið ástfangir af Reykjanesinu vegna þess að í rauninni er þarna hálendisupplifun korter frá borginni.“
Andri segist hafa séð all marga ferðamenn á svæðinu og greinilegt að það skapi nú þegar hundruð starfa en þó skorti hönnun og skipulag. Því mætti rækta svæðið betur enda ómetanlegt að hafa slíka náttúru í bakgarðinum.