Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haldlögðu fíkniefni og neyslutól
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 11:40

Haldlögðu fíkniefni og neyslutól

Lögreglan á Suðurnesjum lagði um helgina hald á fíkniefni í húsnæði í Reykjanesbæ. Megna kannabislykt lagði á móti lögreglumönnum þegar þeir komu á staðinn. Í stofunni voru nokkrir einstaklingar og fíkniefni og neyslutól lágu á stofuborði. Að auki reyndist einn vera með meint amfetamín í fórum sínum.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um fíkniefnaakstur. Annar þeirra játaði neyslu og sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hins ökumannsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024