Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Halda vinnustofu um heilsueflandi samfélag
Miðvikudagur 22. mars 2017 kl. 06:00

Halda vinnustofu um heilsueflandi samfélag

Embætti landlæknis í samstarfi við heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ heldur vinnustofu fyrir hagsmunaaðila, svo sem skólastjóra, bæjarfulltrúa og forsvarsmenn íþróttafélaga í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag, miðvikudaginn 22. mars. Heilsueflandi samfélag er samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum.

Vinnustofunni er ætlað að styðja sveitarfélögin í að vinna markvisst heilsueflingarstarf í samfélaginu. Hún er haldin með stuðningi Evrópuverkefnsisins JA CHRODIS. Samráðsnefnd um heilsueflandi samfélag í Reykjanesbæ leiðir verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins en heilsuefling, eins og orðið ber með sér, gengur út á það að efla almenna heilsu íbúa með því að fyrirbyggja sjúkdóma, stuðla að forvörnum og veita stuðning til lífstílsbreytinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heilsuefling tekur til félagslegra, andlegra og umhverfislegra áhrifaþátta heilbrigðis og fólki þannig gert kleift að hafa aukin áhrif á heilsu sína til góðs. íbúum er bent á að senda hugmyndir og fyrirspurnir varðandi verkefnið í gegnum heimasíðu þess, heilsueflandisamfelag.is eða á netfangið [email protected] 

Tengd frétt: Fyrirbyggjandi aðgerðir tengdar lýðheilsu