Halda íbúafund vegna mengunar frá kísilveri United Silicon
Haldinn verður íbúafundur vegna mengunar frá kísilveri United Silicon í Helguvík næsta miðvikudag, 14. desember klukkan 20:00. Fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og Umhverfisstofnun munu flytja framsögu. Á fundinum verða pallborðsumræður og opið fyrir fyrirspurnir úr sal. Fundurinn verður haldinn í Stapa.