Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hakkit opnar í nýrri og stærri smiðju í Eldey
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 10:48

Hakkit opnar í nýrri og stærri smiðju í Eldey

– opið hús fimmtudaginn 22. október frá kl. 16 – 18:00

Hakkit, stafræna smiðjan í Eldey frumkvöðlasetri opnar starfsemi sína formlega á ný í stærra húsnæði og býður áhugasömum á opið hús fimmtudaginn 22. október frá kl. 16 – 18:00 en á sama tíma verður formlega settur á laggirnar Tækniklasi Suðurnesja.

Hakkit, stafræna smiðjan í Eldey frumkvöðlasetri opnar starfsemi sína formlega á ný í stærra húsnæði og býður áhugasömum á opið hús fimmtudaginn 22. október frá kl. 16 – 18:00 en á sama tíma verður formlega settur á laggirnar Tækniklasi Suðurnesja.

Hakkit býður öllum sem vilja aðstöðu og aðgang að stafrænum tækjum til að hanna og skapa hluti. Má þar nefna þrívíddarprentara, þrívíddarskanna, laserskera, vínilskera, cnc fræsara og fleira.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar leggur Hakkit til glæsilegt húsnæði í frumkvöðlasetrinu en verkefnið er jafnframt unnið í samstarfi við Keili og Fjölbrautaskóla Suðurnesja auk þess sem nemendur í tæknifræði hjá Keili hafa lagt til sjálfboðavinnu frá því að smiðjan opnaði árið 2014. Þá er verkefnið stutt af Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja og nýtur það styrks úr Sóknaráætlun Suðurnesja.

Hakkit er opið þrisvar í viku, miðvikudaga 10 – 14, fimmtudaga 16 – 20 og annan hvern laugardag. Frekari upplýsingar má finna á síðu Hakkit á Facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024