Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hákarl valt af pallbíl í hringtorgi
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 10:57

Hákarl valt af pallbíl í hringtorgi

Það var óvanalegur gestur sem stoppaði á hringtorginu á mótum Njarðarbrautar og Bólafóts í Njarðvík í morgun. Um fjögurra metra beinhákarl lá á götunni eftir að hafa runnið af pallbíl.
Ökumaður pallbílsins gætti ekki að sér og tók sennilega of krappa beygju á hringtorginu þannig að hákarlinn rann af pallinum. Hákarlinn var hífður með lyftara upp á pallbílinn og nú skyldi ekið varlegar svo hann kæmist til verkunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-Myndir/siggijóns