Háhýsi rís í Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt byggingu sjö hæða háhýsis en það á að rísa í jaðri nýs miðbæjarsvæðis norðan við nýja leikskólann á lóðinni Krókur 3.
Að sögn Viðars Aðalsteinssonar, byggingafulltrúa, liggja einnig fyrir skipulagshugmyndir að tveimur háhýsum til vibótar sem eiga að svara lóðaskorti á Suðurnesjum til mótvægis við
höfuðborgarsvæðið.
Fyrirtækið Grindarform ehf. í Reykjavík sótti um byggingarleyfiðleyfið og er jafnframt byggingaraðili. Framkvæmdir eiga að hefjast mjög fljótlega en þeim á að vera lokið haustið 2001.
Á hverri hæð hússins verða fjórar íbúðir með geymslu og þvottahúsi og stórum svölum auk tveggja þakíbúða. Bílahús verður áfast húsinu með yfirbyggðum inngangi frá stæði að lyftu en samanlagt verða 24 íbúðir í húsinu.
Að sögn Viðars verður verði á íbúðunum stillt í hóf en Grindarform mun verða í samvinnu við fasteignasölur sem munu sjá um söluna