Hagtak bauð lægst í dýpkun Grindavíkurhafnar
Hagtak átti lægsta tilboð í dýpkun Grindavíkurhafnar en tilboð voru opnuð hjá Siglingastofnun í dag. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir 122,5 milljónir. Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar hljóðaði upp á 132,3 milljónir.
Þrjú tilboð bárust. Hin tilboðin voru frá Ístaki (154 milljónir) og Björgun (197,6 milljónir). Dýpka á innan hafnarinnar og innsiglingarennu. Frá þessu er greint á mbl.is.