Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagstæð tilboð í verk í Vogum
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 09:19

Hagstæð tilboð í verk í Vogum

Tilboð í þrjú verk á vegum Sveitarfélagsins Voga voru opnuð sl föstudag. Um er að ræða endurnýjun á norðurhluta Kirkjugerðis, framkvæmdir á og við tjaldsvæðið sveitarfélagsins og endurnýjun yfirborðs Stapavegar. Alls bárust fimm til sex tilboð í hvert verk. 
 
„Sú ánægjulega niðurstaða varð að lægstu tilboð í öll verkin þrjú voru lægri en kostnaðaráætlun. Lægstu tilboð voru á bilinu 80 – 85% af kostnaðaráætlun, þannig að heildarfjárhæðin í verkin þrjú reyndust vera um 9 m.kr. undir kostnaðaráætlun,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. 
 
Bæjarráð fjallaði um niðurstöður útboðanna í vikunni og heimilaði að gengið yrði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra. Það voru verktakafyrirtækin Ellert Skúlason ehf. og Jón og Margeir ehf. sem voru með lægstu tilboð í verkin.

Framkvæmdir við tjaldsvæðið hefjast innan skamms, en því verki á að vera lokið fyrir lok maí. Hin verkin tvö verða unnið síðar í vor og í sumar. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024