Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 5. apríl 2000 kl. 15:30

Hagræðing í rekstri fasteigna í eigu Reykjanesbæjar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi í kvöld, að Framkvæmda- og tækniráð fari í hugmyndavinnu varðandi framtíðar fyrirkomulag á rekstri og viðhaldi alls húsnæðis í eigu Reykjanesbæjar. Markmið þess verkefnis er m.a. að koma á samræmdu skipulagi og stjórn allra fasteigna í eigu Reykjanesbæjar, ná fram hagræðingu í rekstri með samrekstri fasteigna, gera kostnað við rekstur sýnilegan, koma á skilvirkri stjórn á viðhaldi húseigna o.fl. Tillagan var samþykkt 11:0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024