Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hagnaður á rekstri Vatnsleysustrandarhrepps
Fimmtudagur 19. maí 2005 kl. 17:36

Hagnaður á rekstri Vatnsleysustrandarhrepps

Vatnsleysustrandarhreppur var rekinn með 37,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi hreppsins fyrir árið 2004 sem var afgreiddur í hreppsnefnd á dögunum. Er um að ræða nokkurn bata frá síðasta ári.
Veltufjárhlutfallið var 2,57 en var árið 2003 1,15. Eigiðfjárhlutfallið hækkar úr 30,29% í 34,53% milli ára. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru
625 þúsund og lækka milli ára um 45 þúsund á íbúa. Rekstur málaflokka án vaxta og afskrifta voru 93% en var 94% árið 2003.

Eftirfarandi eru helstu tölur úr ársreikningnum og er tekið af www.vogar.is:

                                                                2004          2003
Heildartekjur samstæðu                          343.702        303.204
Heildargjöld                                            314.939        301.727
Fjármagnsliðir                                          38.302          35.361
Niðurstaða án fjárm.l.                                76.079           1.477
Rekstrarniðurstaða                                    37.777        -33.884
Eignir                                                     893.693        891.801
Skuldir án lífeyrisskuldbindinga                541.614        578.228
Skuldir með lífeyrisskuldbindinga             585.059        621.673

Ársreikninginn í heild sinni er að finna á Vogar.is.

Þá voru auglýstar til umsóknar fjórar einbýlishúsalóðir við Lyngdal. Lóðirnar eru staðsettar í nýju hverfi sunnan megin í Vogum.
Á heimasíðu hreppsins segir að umsækjendur skuli sækja um lóð við götuna án þess að tilgreina sérstaklega lóðanúmer. Allir umsækjendur sem standast almennar reglur um úthlutanir lóða í hverfinu geta sótt um, þó þannig að ekki er krafist greiðslumats fyrr en úthlutun hefur farið fram. Umsækjendum verður úthlutað númeri sem skipar þeim í forgangsröð við val á lóðum við götuna. Dregið verður úr úthlutuðum númerum á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 30. maí 2005 og mun hreppsnefnd taka umsóknirnar fyrir á fundi 7. júní 2005.

Gert er ráð fyrir að frágangi götunnar verði lokið 15. ágúst 2005 og að framkvæmdir á lóðunum geti þá hafist.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024