Haglél fylgdi úrhelli í Reykjanesbæ
Það er hér með staðfest að allra veðra er von á Íslandi, því svo júlímánuður sé að ganga í garð og hann sé samnefnari fyrir það að þá sé hásumar. Nú fyrir nokkrum mínútum gerði gríðarlegt úrhelli í Reykjanesbæ og var eins og helt væri úr fötu. Þeir sem voru útivið, sem örugglega hafa verið margir, tóku eftir því að úrhellið var líka í fastara formi, því regninu fylgdi einnig haglél. Höglin voru hins vegar fljót að bráðna og nú eru götur bæjarins rennblautar og gróðurinn hefur örugglega fengið sinn skammt af vatni, a.m.k. í dag!
Mynd: Það leyndust högl í úrhellinu sem gerði í Reykjanesbæ nú rétt áðan.
Mynd: Það leyndust högl í úrhellinu sem gerði í Reykjanesbæ nú rétt áðan.