Hagafell í nýja kápu
Hafnargata 79 í Keflavík eða Hagafell er að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Gul og ryðguð járnklæðning, sem var þyrnir í augum margra, hefur verið rifin utan af húsinu og það mun brátt klæðast nýrri kápu. Myndin af ofan var tekin nú í síðustu viku en að neðan má sjá myndir af húsinu þegar það var nýbyggt og þegar það var í sínu upprunalega útliti en þær myndir voru birtar á síðunni Keflavík og Keflvíkingar á fésbókinni.