Hafsúlan lét ófriðlega í Keflavíkurhöfn
Björgunarsveit var kölluð út í morgun til að aðstoða við að treysta landfestar á hvalaskoðunarskipinu Hafsúlu. Skipið var að losna frá bryggju í Keflavíkurhöfn en skipið lét mjög ófriðlega í höfninni í því veðri sem nú gengur yfir.
Fjölmennt lið björgunarmanna mætti á svæðið og tókst strax að koma böndum á skipið. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi í morgun.