Hafragrauturinn niðurgreiddur af bæjarfélaginu
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að sveitarfélagið niðurgreiði kostnað vegna hafragrauts fyrir nemendur Gerðaskóla á sama hátt og gert er með hádegismat nemenda. Þetta fyrirkomulag gildi frá og með 1. nóvember 2013.
Tillagan var lögð fram af forseta bæjarstjórnar og samþykkt samhljóða.