Haförn sást við Hvalsnes
Haförn sást við Hvalsnes rétt undir hádegi í gær. Hulda Halldórsdóttir skrifstofumaður og Boga Kristín Kristinsdóttir, ferðafræðingur hjá CCP, urðu varar við örninn í hádeginu í gær þegar þær tóku þátt í hinum árlega fuglatalningadegi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Frá þessu er greint á mbl.is.
Myndin er af Vísindavef Háskóla Íslands