Hafnfirðingar vilja selja í HS
Meirihluti bæjaráðs Hafnarfjarðar lagði til á fundi sínum í dag að nær allt hlutafé bæjarins, eða allt að 95%, í Hitaveitu Suðurnesja verði selt Orkuveitu Reykjavíkur. Hafnarfjarðarbær á nú rúm 15% í Hitaveitunni og tilboðið í hlutinn er á genginu 7 og hljómar upp á tæpa 8 milljarða króna. Stærstu hluthafar gerðu með sér samkomulag í sumar þar sem Reykjanesbær og Geysir Green Energy afsala sér forkaupsrétt á hlutnum. Hlutur OR yrði um 30% eftir kaupin.
Í staðinn hyggjast Hafnfirðingar leita þess að kaupa hlut í OR og verður þar mögulega um að ræða hlutafjárskipti. Í tillögunni, sem verður lögð fyrir bæjarstjórn á morgun, er einnig áréttað að Hafnarfjarðarbær á og rekur bæði Vatnsveitu Hafnarfjarðar og Fráveitu Hafnarfjarðar og mun halda því eignarhaldi og þeim rekstri áfram með óbreyttu sniði.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna stóðu að þessari tillögu en Sjálfstæðismenn lögðu fram sína eigin tillögu sem hljóðar upp á að allur hluturinn verði seldur og söluandvirðið verði notað til að lækka skuldir bæjarins og létta vaxtabyrði sem gæti gert bænum kleift að lækka útsvar, fasteignagjöld og aðrar álögur á bæjarbúa.
Í staðinn hyggjast Hafnfirðingar leita þess að kaupa hlut í OR og verður þar mögulega um að ræða hlutafjárskipti. Í tillögunni, sem verður lögð fyrir bæjarstjórn á morgun, er einnig áréttað að Hafnarfjarðarbær á og rekur bæði Vatnsveitu Hafnarfjarðar og Fráveitu Hafnarfjarðar og mun halda því eignarhaldi og þeim rekstri áfram með óbreyttu sniði.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna stóðu að þessari tillögu en Sjálfstæðismenn lögðu fram sína eigin tillögu sem hljóðar upp á að allur hluturinn verði seldur og söluandvirðið verði notað til að lækka skuldir bæjarins og létta vaxtabyrði sem gæti gert bænum kleift að lækka útsvar, fasteignagjöld og aðrar álögur á bæjarbúa.