Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnargatan til umræðu á bæjarráðsfundi
Fimmtudagur 8. ágúst 2002 kl. 13:46

Hafnargatan til umræðu á bæjarráðsfundi

Erindi íbúa varðandi umferðaröryggi við Hafnargötu var til umræðu á bæjarráðsfundi Reykjanesbæjar í morgun. Var bæjarstjóra falið að vinna að málinu en íbúar við Hafnargötu hafa kvartað undan hávaða og hraðakstri um götuna undanfarið og sendu m.a. Árna Sigfússyni bæjarstjóra undirskriftalista þess efnis að tekið yrði á málinu.

Þess má geta að á fundi skipulags- og byggingarnefndar 23. ágúst 2001 var bókuð umsögn þar sem nefndin samþykkti að fara eftir samþykktum umferðarskipulags og gera Hafnargötuna að 30 km. götu og setja upphækkaða gangbraut við Hafnargötu 80. Tók bæjarstjórn fundargerðina fyrir á fundi sínum 4. september sama ár og var hún samþykkt. Nú er liðið um það bil ár og hefur ekkert verið gert íbúum til mikils ama. Ætla má að nú verði eitthvað gert í málinu og er Árni Sigfússon þegar farinn að kynna sér málið og mun það skýrast á næstunni hvað verður gert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024