Hafnargatan tekur stakkaskiptum
Framkvæmdir hefjast á næstu dögum við breytingar á Hafnargötunni í Keflavík. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við samsteypu sex fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli og í Reykjanesbæ um framkvæmdirnar. Meðal þessara fyrirtækja eru Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar. Heildarframkvæmdin er upp um 400 milljónir króna og mun skapa fjölda starfa, enda þarf verkið að vinnast hratt og örugglega.Útlit götunnar mun taka stakkaskiptum en fyrsti áfangi framkvæmdanna er frá Aðalgötu og upp að gatnamótum Tjarnargötu. Nú er unnið að fjármögnun verksins hjá bæjaryfirvöldum en gert er ráð fyrir hjá verktökunum sem tóku verkið að sér að breytingum á Hafnargötunni verði lokið á tveimur árum.
Miklar útlitsbreytingar verða á yfirborði götunnar og einnig verður skipt um þær lagnir sem þarfnast endurnýjunar. Allar gangstéttar verða endurnýjaðar og lagðar hellusteini. Þá verður gatan malbikuð að nýju, öll gatnamót hækkuð upp og hringtorg sett á gatnamót Hafnargötu og Vatnsnesvegar. Þar eru nú umferðarljós. Þá verða settir niður bekkir og sett upp lýsing sem verður einkennandi fyrir götuna.
Gert er ráð fyrir að áfanginn sem hafist verður handa við á næstu dögum verði búinn á ljósanótt 2003 og formlega tekinn í notkun þá. Lokið verður við alla Hafnargötuna á Ljósanótt 2004 og þá vonast bæjaryfirvöld að vera komin með glæsilega götu þar sem verslun og þjónusta geta blómstrað.
Mynd: Hafnargatan á síðustu ljósanótt. Gatan tekur stakkaskiptum fyrir næstu ljósanótt.
Miklar útlitsbreytingar verða á yfirborði götunnar og einnig verður skipt um þær lagnir sem þarfnast endurnýjunar. Allar gangstéttar verða endurnýjaðar og lagðar hellusteini. Þá verður gatan malbikuð að nýju, öll gatnamót hækkuð upp og hringtorg sett á gatnamót Hafnargötu og Vatnsnesvegar. Þar eru nú umferðarljós. Þá verða settir niður bekkir og sett upp lýsing sem verður einkennandi fyrir götuna.
Gert er ráð fyrir að áfanginn sem hafist verður handa við á næstu dögum verði búinn á ljósanótt 2003 og formlega tekinn í notkun þá. Lokið verður við alla Hafnargötuna á Ljósanótt 2004 og þá vonast bæjaryfirvöld að vera komin með glæsilega götu þar sem verslun og þjónusta geta blómstrað.
Mynd: Hafnargatan á síðustu ljósanótt. Gatan tekur stakkaskiptum fyrir næstu ljósanótt.