Hafnargata 12 rifin og 40 íbúðir rísa
Sótt hefur verið um leyfi til að rífa húseignina að Hafnargötu 12 í Reykjanesbæ. Í undirbúningi eru framkvæmdir á lóðinni samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti frá JeES arkitektum. Það er fyrirtækið Hólsfjalls ehf. sem hefur sótt um leyfi. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa, sem haldinn var 17. nóvember, hefur samþykkt erindið.
Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi í samræmi við skipulagsuppdrátt JeEs arkitekta dags 29. maí 2020 er íbúðum fækkað úr 58 í 40 og heimilt verður að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar.
JeES arkitektar hafa unnið að hönnun og teikningum fyrir Hafnargötu 12 þar sem nú er gert ráð fyrir 40 íbúðum í þyrpingu húsa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.