Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hafnar lokun vinstri beygju á Fitjum
Föstudagur 10. september 2010 kl. 11:23

Hafnar lokun vinstri beygju á Fitjum


Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað ósk Vegagerðinnar þess efnis að lokað verði fyrir vinstri beygju frá Stekk (Fitjar) inn á Reykjanesbraut. Ráðið hvetur hins vegar til þess að ráðist verði gerð hringtorgs á þessum gatnamótum en þar hafa umferðarslys verið mjög tíð.

„Ráðið hafnar þeirri leið að loka fyrir vinstri beygju af Stekk inn á Reykjanesbraut, að svo stöddu. Með tilliti til þess þjónustukjarna sem liggur við umrædd gatnamót og nærliggjandi íbúðabyggðar, virðist lokun vinstri beygju ekki til þess fallin að bæta flæði umferðar á þessum slóðum. Umferðaröryggi hlýtur að aukast á þessum gatnamótum þegar lokað er fyrir hluta af mögulegum leiðum. Á sama hátt er umferð beint í aðrar áttir sem hlýtur að rýra öryggi og auka álag á öðrum gatnamótum, s.s. gatnamót Stekks við Fitjabraut. Framkvæmdir við frekari aðgreiningu fráreina, sem farið verður í fljótlega, mun auka gæði gatnamóta Stekks við Reykjanesbraut umtalsvert og leggur ráðið til að sú framkvæmd verði látin duga að sinni. Ráðið leggur jafnframt til að hugað verði að gerð hringtorgs við þessi mikilvægu og fjölförnu gatnamót,“ segur í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs frá fundi þess í gær.

VFmynd/elg - Harðir árekstrar eru algengir á gatnamótunum við Stekk inn á Fitjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024