Hafnaði inni í húsgarði eftir árekstur
Á tíunda tímanum í morgun urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar, í hálkunni. Bifreið var ekið útaf á Hafnarvegi. Bifreið var ekið á umferðarmerki á Sunnubraut í Keflavík, móts við Holtaskóla. Þá varð árekstur milli bifreiða á gatnamótum Skólavegs og Sóltúns í Keflavík og hafnaði síðan önnur bifreiðin inn í garði við hús í götunni og braut niður girðingu.
Engin slasaðist í þessum umferðaróhöppum.
Eftir hádegið var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi, mældur hraði var 115 km, leyfður hraði 90 km., segir á vef lögreglunnar í Keflavík.
Engin slasaðist í þessum umferðaróhöppum.
Eftir hádegið var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi, mældur hraði var 115 km, leyfður hraði 90 km., segir á vef lögreglunnar í Keflavík.