Hafnaði á vegriði á Reykjanesbraut
Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni nú undir morgun. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku á Reykjanesbrautinni og lenti utan í vegriði en engin slys urðu á fólki.
Lögreglan á Suðurnesjum vill brýna fyrir fólki að fara varlega þar sem talsverð hálka sé á Reykjanesbrautinni og á öðrum vegum á Suðurnesjum.