Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnaði á ljósastaur eftir 32 metra hemlun
Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 18:59

Hafnaði á ljósastaur eftir 32 metra hemlun

Laust eftir hádegi í dag fékk Lögreglan í Keflavík tilkynningu um að ekið hafi verið á ljósastaur við Baugholt í Keflavík. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn og var flutt á brott með kranabifreið. Tveir voru í bifreiðinni og meiddust þeir ekki. Bifreiðin hefur líkast til verið nokkuð yfir leyfilegum hámarkshraða þar sem bremsuförin mældust 32 metrar.

VF-mynd/ Oddgeir Karlsson: Séð yfir Baugholt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024