Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafnaði á ljósastaur
Fimmtudagur 23. október 2008 kl. 09:34

Hafnaði á ljósastaur

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi í gærkvöld með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Krapi og hálka var á brautinni sem talin er orsök óhappsins. Farþegi í bifreiðinni fékk slæmt höfuðhögg og var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.

Þá var ökumaður tekinn í gærkvöld grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.  Á honum fanns lítilræði af meintu kannabifefnum. Farþegi í bifreiðinni gekkst við að eiga fíkniefnin og telst málið upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024