Hafna vindorkumælingum í Grindavík
Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur hafnað ósk HS orku um að reisa allt að 80 metra hátt mastur til að styðja við frekari vindorkurannsóknir á svæðinu í landi Staðar.
Skipulagsnefnd bendir á í afgreiðslu sinni á málinu að ekki er búið að marka stefnu um vindmyllur í Grindavík. Nefndin segir að unnið sé að stefnumörkuninni í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags.