Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafna umhverfisvöktun í gámi
Föstudagur 15. janúar 2016 kl. 09:56

Hafna umhverfisvöktun í gámi

Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hafnar því að gámur verði notaður sem varanleg lausn fyrir umhverfisvöktunarbúnað í Helguvík.

Nefndin tók til afgreiðslu fyrirspurn um byggingarleyfi fá United Silicon þar sem óskað er eftir því að staðsetja 10 feta gám með umhverfisvöktunarbúnaði í landi Garðs í Helguvík.

Því er hafnað að gámur verði notaður sem varanleg lausn og skipulags- og byggingarfulltrúa er jafnframt falið að vinna áfram að málinu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024