Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hafna-hundarnir skráðir og tryggðir
Mánudagur 22. júlí 2002 kl. 11:55

Hafna-hundarnir skráðir og tryggðir

Fimm hundar sem lögreglan og hundaeftirliðið handsömuðu, í síðustu viku í Höfnum, og sviptu frelsi þar sem þeir voru bæði óskráðir og ótryggðir, hafa fengið frelsi á ný. Eigandi hundanna, sem eru af Stóra Dan-kyni, hefur gengið frá skráningu dýranna og jafnframt tryggt þá.Hundarnir eru komnir aftur í Hafnirnar og málið úr sögunni að sögn hundaeftirlitsmanns hjá Heilbirigðiseftirliti Suðurnesja. Lögreglan hefur nokkrum sinnum þurft að hafa afskipti af hundunum þar sem þeir hafa leikið lausum hala í byggðinni í Höfnum. Hundunum er ætlað að vera innan girðingar við bæinn Junkaragerði, skammt utan við Hafnir. Síðast grófu þeir sig undir girpinguna og sluppu þannig út.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024