Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafna beiðni Landsnets um yfirráð yfir jörðum á Reykjanesi
Þriðjudagur 8. mars 2016 kl. 10:22

Hafna beiðni Landsnets um yfirráð yfir jörðum á Reykjanesi

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í síðustu viku beiðni Landsnets hf. um yfirráð yfir fjórum jörðum á Reykjanesi vegna framkvæmda við Suðurnesjalínu II. Frá þessu var greint á vef RÚV. Hæstiréttur mun skera úr um málið 20. apríl næstkomandi. 

 
Landeigendur jarðanna á Reykjanesi telja það fara gegn ákvæði í stjórnarskrá og meðalhófsreglu stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar að Landsnet fái yfirráð yfir landi þeirra.
 
Áætlað var að framkvæmdir við Suðurnesjalínu II myndu hefjast í þessari viku. Landsnet hyggst leggja 46 metra háspennubelti og sex metra breiðan vegslóða um jarðirnar. Með línunni er ætlunin að flytja rafmagn til tveggja kísilverksmiðja sem munu rísa í Helguvík. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024