Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafði uppi á tveimur konum vestra
Þriðjudagur 6. september 2005 kl. 09:03

Hafði uppi á tveimur konum vestra

Njarðvíkingurinn Halldór Gunnarsson, sem býr í Mississippi í BNA, hefur nú haft uppi á tveimur af þeim íslensku konum sem ekkert hafði spurst til eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið. Í gær hitti hann Karly Jónu Kristjánsdóttur Legere og í fyrradag Lilju Ólafsdóttur Hanch. Þær eru báðar búsettar í bænum Gulfport í Mississippi. Ekkert amaði að konunum. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024