Hafberg GK 377 selt
Gengið hefur verið frá sölu á m/b Hafbergi GK 377 til Hjaltaness ehf á Blönduósi. Á heimasíðu Þorbjarnar Fiskaness kemur fram að fyrirtækið hafi, frá árinu 2000 hefur selt 16 skip og segir þar að nú sé endurskipulagningu og hagræðingaraðgerðum, sem hrundið var af stað við samruna Þorbjarnar hf., Fiskaness hf. og Valdimars hf. á árinu 2000, lokið hvað varðar samsetningu útgerðar hjá félaginu.
Í stað þeirra 16 skipa sem seld hafa verið hafa verið keypt þrjú skip og þau endurbætt og þeim breytt til línuveiða. Þorbjörn Fiskanes hf. gerir í dag út þrjá flakafrystitogara og fimm öflug línuskip. Í fyrsta sinn í meira en áratug eru öll skip félagsins gerð út samtímis.
Af vef Þorbjarnar Fiskaness