Hafa tekið nýtt fartölvuver í notkun
Kennsla við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hófst 22. ágúst og busavígslan fór fram fimmtudaginn 30. ágúst. Um 750 nemendur eru skráðir í dagskólann og um 200 í öldungadeildina - sem er
heldur meira en í fyrra að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, skólameistara FS.
„Skólastarf fór vel af stað en góð ásókn er í flestar verknámsdeildir - utan málmiðnir og vélstjórn sem er í einhverri lægð. Þá er fullt á tveimur nýjum brautum, þ.e. tölvubraut og upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Okkur tókst ekki að ljúka skipulagningu flugþjónustubrautar fyrir haustið en ætlum að reyna að byrja á vorönninni“, segir Ólafur Jón og bætir við að vel hafi gengið að ráða kennara, en þrír kennarar eru í barnsburðarleyfi í vetur.
Auk tveggja skiptinema fjölgar nemendum með annað móðurmál en íslensku stöðugt. Nú eru tveir erlendir nemendur að læra netagerð við FS, samkvæmt samningi við Sjávarútvegsdeild Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Annar netagerðanemanna er frá Víetnam og hinn er frá Mexíkó. Auk þeirra stunda nokkrir netagerðarnám með fjarkennslu.
Í haust var tekið í notkun nýtt fartölvuver (á hjólum) með fullkomnum vélum og kemur sem viðbót við þær tvær stofur sem eru fyrir. „Þetta var nauðsynlegt vegna tilraunar með kennslu nýnema í samfélagsfræðiáfanga. Auk þess er fjöldi kennara farinn að nýta upplýsingatækin í kennslu einstakra áfanga. Mjög þröngt er um nemendur og varla boðlegt að hafa ekki aðstöðu fyrir nemendur í frímínútum - nema ganga og skot. Það horfir til batnaðar þar sem samningur um stækkun skólans á lokastigum“, segir Ólafur.
heldur meira en í fyrra að sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar, skólameistara FS.
„Skólastarf fór vel af stað en góð ásókn er í flestar verknámsdeildir - utan málmiðnir og vélstjórn sem er í einhverri lægð. Þá er fullt á tveimur nýjum brautum, þ.e. tölvubraut og upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Okkur tókst ekki að ljúka skipulagningu flugþjónustubrautar fyrir haustið en ætlum að reyna að byrja á vorönninni“, segir Ólafur Jón og bætir við að vel hafi gengið að ráða kennara, en þrír kennarar eru í barnsburðarleyfi í vetur.
Auk tveggja skiptinema fjölgar nemendum með annað móðurmál en íslensku stöðugt. Nú eru tveir erlendir nemendur að læra netagerð við FS, samkvæmt samningi við Sjávarútvegsdeild Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Annar netagerðanemanna er frá Víetnam og hinn er frá Mexíkó. Auk þeirra stunda nokkrir netagerðarnám með fjarkennslu.
Í haust var tekið í notkun nýtt fartölvuver (á hjólum) með fullkomnum vélum og kemur sem viðbót við þær tvær stofur sem eru fyrir. „Þetta var nauðsynlegt vegna tilraunar með kennslu nýnema í samfélagsfræðiáfanga. Auk þess er fjöldi kennara farinn að nýta upplýsingatækin í kennslu einstakra áfanga. Mjög þröngt er um nemendur og varla boðlegt að hafa ekki aðstöðu fyrir nemendur í frímínútum - nema ganga og skot. Það horfir til batnaðar þar sem samningur um stækkun skólans á lokastigum“, segir Ólafur.