Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hafa tekið næsta skref til skoðunar á sameiningu
Fimmtudagur 8. júní 2017 kl. 16:18

Hafa tekið næsta skref til skoðunar á sameiningu

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að skipuð verði samstarfsnefnd Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs til þess að kanna möguleika á  sameiningu. Samstarfsnefnd verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og skal skila tillögum sínum til sveitarstjórnanna fyrir 30. júlí nk.
 
Samkvæmt fréttum RÚV í dag hefur bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkt samhljóða tillögu.
 
Sveitarfélögin skipa þrjá fulltrúa hvort í samstarfsnefnd. Tveir bæjarfulltrúar og bæjarstjóri frá hvoru sveitarfélagi teka sæti í nefndinni. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024