Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hættumatið er að mestu óbreytt
Mikinn reyk frá gróðureldum leggur frá eldstöðvunum. VF/Ísak Finnbogason
Föstudagur 7. júní 2024 kl. 16:20

Hættumatið er að mestu óbreytt

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatskort vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga sem gildir til 13. júní kl. 15:00, að öllu óbreyttu. Hættumat hefur verið uppfært í ljósi þróunar á eldgosinu og veður – og gasdreifingarspá. Hættumatið er að mestu óbreytt, en svæði 7 hefur verið fært af gulu yfir í appelsínugult. Er það gert vegna mögulegrar gasmengunar. 
 
Dregið hefur verulega úr virkni eldgossins sem hófst miðvikudaginn 29. maí 2024. Land er hætt að síga í Svartsengi. Virkni er í einum gíg en gos helst nokkuð stöðugt. Hraun rennur að mestu til norðvesturs. Aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Þá geta hættur leynst utan merktra hættusvæða.

Bláa Lónið hefur hafið starfsemi að nýju að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Á starfssvæði Bláa Lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Þá er veðurstöð staðsett á einni bygginu Bláa Lónsins. Eftirlit og viðbagð við hugsanlegri gasmengun er nú með allt öðrum hætti en áður hefur verið á starfssvæði Bláa Lónsins. Öryggisfulltrúi á vegum fyrirtækisins situr daglega morgunfundi aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar.   
 
Komin er á vegtenging frá Bláalónsvegi inn á Nesveg. Sem stendur er sú leið aðeins opin fyrir verktaka og viðbragðsaðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024