Hætti mótmælum og keyrður heim af lögreglu

Farzad Rahmanin, fór af bílastæði lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi. Hann hafði þá setið fyrir utan stöðina í um 30 klst í mótmælaskyni.
Farzad er einn þeirra hælisleitenda sem hafa búið hér hvað lengst eða í þrjú ár. Lögreglan lagði hald á peninga í aðgerðum sínum þann 11.september sl. og var Farzad ósáttur við það. Hann sagðist vera að berjast fyrir réttlæti en Farzad býr að hans sögn ekki á hælinu heldur hjá kærustu sinni. Hann var keyrður heim af lögreglu í gærkvöldi.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				