Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hætta á grjóthruni vegna jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga
Myndina hér að ofan tók Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni, í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun.
Miðvikudagur 24. febrúar 2021 kl. 17:39

Hætta á grjóthruni vegna jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga

Jarðskjálftarnir í morgun hafa verið milli Kleifarvatns og Grindavíkurvegar. Mikil virkni hefur verið á því svæði frá því í janúarlok 2020 en aftur á móti hafa engir skjálftar fundist milli Kleifarvatns og Bláfjalla á þessu ári. Þar hafa í sögunni orðið skjálftar að stærð allt að M6,5. Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir það geta verið vísbendingu um að það svæði sé læst og losni ekki um spennu þar nema í stærri skjálfta.

Talin er hætta á áframhaldandi skjálftavirkni og að skjálftarnir gætu jafnvel orðið stærri.  Lítill sem enginn snjór er í fjöllum vestan til á Reykjanesskaga, en svolítill snjór er í fjöllum austan og norðan við höfuðborgarsvæðið. Sá snjór er víða orðinn að harðfenni, en ofarlega í fjöllum er dálítið nýsnævi ofan á harðfenninu sem gæti verið óstöðugra. Ef skjálftavirknin heldur áfram er talin meiri hætta á grjóthruni en öðrum ofanflóðum. Ef skjálftavirkni færist austar stækkar áhrifasvæðið og nær þá u.þ.b. yfir Reykjanesskaga, norður í Hvalfjarðarsveit, umhverfis Þingvallavatn og austur að Þjórsá. Á því svæði eru mörg fjöll sem nýtt eru til útivistar, m.a. Esjan, Hengill, Ingólfsfjall, Vífilsfell, Helgafell og Keilir. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum og forðast svæði þar sem grjót eða snjór getur hrunið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024