Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hætta á að fjöldaflótta heilbrigðisstarfsfólks
Hjúkrunarráð HSS. F.v.: Guðný Birna Guðmundsdóttir, Steina Þórey Ragnarsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir og Vigdís Elísdóttir.
Mánudagur 22. júní 2015 kl. 21:07

Hætta á að fjöldaflótta heilbrigðisstarfsfólks

– segir í ályktun varðandi uppsagnir hjúkrunarfræðinga á HSS.

Hjúkrunarráð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja lýsir yfir þungum áhyggjum varðandi uppsögn 20% allra hjúkrunarfræðinga á HSS. Hjúkrunarráð telur ástandið óviðunandi og hugsanlega munu fleiri heilbrigðisstéttir innan HSS fylgja í kjölfarið. Þetta kemur fram í ályktun hjúkrunarráðs sem samþykkt var í kvöld.
      
„Mikil reiði er í fólki innan BHM og FÍH vegna lagasetningar sem ríkisstjórnin setti á þessi aðildarfélög. Hættuástand mun skapast og heilbrigðisþjónusta á viðkomandi deildum mun lamast ef af þessum uppsögnum verður og því er brýnt að ríkisstjórnin og aðildarfélögin nái að semja.  

Hætta er á að fjöldaflótti heilbrigðisstarfsfólks verði að veruleika í framtíðinni og nauðsynleg heilbrigðisþjónusta muni skerðast ef ekki verður komið til móts við þessar stéttir í samningum.
Sá mannauður sem felst í menntuðu heilbrigðisstarfsfólki með áralanga reynslu er ómetanlegur og ljóst er að erfitt verður að fylla svona stórt skarð starfsfólks ef á reynir sem horfir,“ segir í ályktuninni sem undirrituð er af Steinu Þórey Ragnarsdóttur, Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur, Katrínu Guðmundsdóttur og Vigdísi Elísdóttur en þær skipa hjúkrunarráð HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024