Hætt komin vegna ofneyslu lyfja
Tvær manneskjur voru hætt komnar um helgina í Reykjanesbæ vegna ofneyslu lyfja og áfengis.Á aðfaranótt laugardags var ungur karlmaður fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum. Þar var dælt upp úr honum og hann síðan fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari aðhlynningar.Sjúkrabifreið og lögregla fóru í heimahús í Reykjanesbæ, seinnpart sunnudags, vegna konu sem hafði tekið inn mikið magn lyfja og var auk þess undir áhrifum áfengis. Konan var ekki hætt komin og talið ástæðulaust að flytja hana á sjúkrahús.