Hæstiréttur sneri við dómi um eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2
Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms um eignanám sem Landsnet gerði á landi á Reykjanesi fyrir Suðurnesjalínu 2. Hann felldi úr gildi ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra um heimild til Landsnets um að framkvæma eignarnám á jörðum nokkurra landseigenda vegna lagningar línunnar.
Landeigendur í Vogum á Vatnsleysuströnd reistu kröfur sínar á því að ekki væri fullnægt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf fyrir framkvæmdunum. Þá hafði ráðherra ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni áður en tekin var ákvörðun um að heimila eignarnám. Tveir dómarar voru þó ekki sammála því og töldu ráðherra hafa gert það.
Hæstiréttur féllst á með landeigendum að jarðstrengur væri raunhæfur kostur og rökstudd þörf á að kanna hann til þrautar áður en ráðist væri í verulegar framkvæmdir.
Ljóst er að dómurinn muni hafa áhrif á framkvæmdir í Helguvík og seinka þeim.