Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hæsta boð í land á Reykjanesi samtals 150 milljónir króna
Miðvikudagur 9. júlí 2003 kl. 16:16

Hæsta boð í land á Reykjanesi samtals 150 milljónir króna

Opnuð hafa verið tilboð í byggingarlóðir fyrir allt að 140 íbúðir í Reykjanesbæ sem Ríkiskaup auglýsti nýlega fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins. Hæsta boð í landið kom frá Húsagerðinni ehf., SEES ehf. og Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. að upphæð samtals 150 milljónir króna. Landið sem um ræðir er í eigu íslenska ríkisins en það hefur verið deiliskipulagt í samvinnu við sveitastjórn Reykjanesbæjar. Það er samtals 51,5 hektari að stærð og var óskað tilboða í landið í heild þótt heimilt hafi verið að bjóða í hverja spildu fyrir sig en þær eru þrjár. Á þeirri fyrstu er gert ráð fyrir 30 einbýlishúsalóðum og einni leikskólalóð. Á næstu er gert ráð fyrir 24 einbýlishúsum, 62 parhúsalóðum og 13 raðhúsalóðum en á síðustu spildunni er gert ráð fyrir útivistarsvæði, segir á vef Ríkiskaupa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024