Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hærra mastur yfir varnargarða  við Svartsengi
Fimmtudagur 7. desember 2023 kl. 09:47

Hærra mastur yfir varnargarða við Svartsengi

Taka þurfti orkuverið í Svartsengi úr rekstri í um hálfan sólarhring meðan nýtt og hærra mastur var reist við varnargarðinn sem nú er verið að reisa í kringum Svartsengi. Svartsengislína 1, lína sem liggur frá Svartsengi að Rauðamel, fer um nýja mastrið. Verkið gekk mjög vel. Á meðan línan var tekin úr rekstri fékk Grindavík rafmagn frá þremur varaaflsvélum sem voru tengdar inn á veitukerfið á meðan á verkinu stóð. Vélarnar voru staðsettar á hafnarsvæðinu í Grindavík og gátu annað 3,5 megavöttum sem gátu séð Grindavík fyrir því rafmagni sem þörf var á á meðan að aðgerðinni stóð. Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Bjarnason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024